Sálfræðimeðferð
Boðið er upp á einstaklingsmeðferð við ýmsum vanda, s.s. þunglyndi, kvíða, áfallastreitu, lágu sjálfsmati, fíkn o.fl. Unnið er með gagnreyndar meðferðir með hliðsjón af klínískum leiðbeiningum. Öllu jöfnu er notast við hugræna atferlismeðferð (e. cognitive behaviour therapy) eða hugræna úrvinnslumeðferð (e. cognitive processing therapy).
Fjöldi viðtala fer eftir eðli vandans hverju sinni og í fyrsta viðtali fer fram kortlagning og greining vandans. Viðtölin eru 50 mínútur að lengd og er verð viðtals 21,000 kr,-.
Ýmsar stofnanir og fyrirtæki niðurgreiða sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sitt og mörg stéttarfélög veita styrki til sálfræðimeðferðar og er fólk hvatt til að athuga þá möguleika.