Ég er 34 ára gamall og tveggja barna faðir. Ég útskrifaðist með bakkalárgráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2020 og cand.psych gráðu frá Háskólanum í Suður Danmörku 2022. Starfsnám mitt vann ég á Landspítala við Þunglyndis- og kvíðateymi og á Teigi, dagdeild fíknimeðferðar, en þar starfaði ég í um þrjú ár að starfsnámi loknu.

Í starfi míni sinni ég greiningu og meðferð á sálrænum vanda fullorðna og fæst meðal annars við svefnvanda, áfengis- og vímuefnavanda, þunglyndi, áföll, lágt sjálfsmat, meðvirkni, samskiptavanda..

Í starfi mínu notast ég einkum við hugræna atferlismeðferð (e. cognitive behaviour therapy) og hugræna úrvinnslumeðferð (e. cognitive processing therapy) í meðferð við áfallastreituröskun. Ég hef hlotið þjálfun á Landspítala í báðum meðferðarúrræðum og er um þessar mundir að leggja lokahönd á tveggja ára sérnám í hugrænni atferlismeðferð og sæki ég reglulega handleiðslu reyndra sérfræðinga í sálfræði.